Hvað á að gefa þeim sem manni þykir vænt um?
Þú þekkir kannski einhvern sem á sannarlega skilið að fá dekur í pakka, sest varla niður og lætur sjálfan sig mæta afgangi. Eða annan sem vill helst ekkert nema það sé sjálfbært, í plastlausum og endurunnum umbúðum... Eða ertu kannski að gefa einhverjum sem elskar að prófa nýjar skincare vörur og rýnir í alla innihaldstexta í leit að virkum innihaldsefnum?
Það getur verið smá hausverkur að finna réttu gjöfina. En fyrst þú ert að lesa þetta þá ertu kannski eitthvað að spá í skincare eða öðru í þeim dúr og þess vegna tókum við saman nokkrar hugmyndir fyrir þig.