Collection: Baby Foot
Flestir vilja hugsa vel um fæturnar á sér. Það að standa mikið við vinnu, nota þröngan fatnað eða ganga í óþægilegum skóm getur haft áhrif á fæturna. Íþróttaiðkun getur einnig komið í veg fyrir heilbrigða fætur.
Húðin á iljunum er þykkari en annarsstaðar á líkamanum og gamlar húðflögur eiga það til að safnast upp þegar fæturnir eru undir álagi, mikill núningur á fæti á sér stað, þegar við þyngjumst, eða við íþróttaiðkun.
Þegar húðin er orðin hörð, þurr, gróf eða sprungin og mikið hefur safnast af dauðum húðflögum myndast aukin lykt og blóðflæði til fótanna versnar, sem hefur í för með sér kaldar fætur. Það er því er mjög mikilvægt að fjarlægja dauðar húðflögur reglulega til þess að halda fótunum heilbrigðum.