Fler Body Care Gjafakassi
Glæsilegur gjafakassi frá Fler sem inniheldur dásamlegar vörur fyrir líkamann.
Velvet Care: Hreinsifroða sem inniheldur góðgerla fyrir daglega hreinsun á kynfærasvæðinu. Tilvalin fyrir viðkvæma húð til þess að styrkja náttúrulegar varnir líkamans. Prófað af kvensjúkdómalæknum og hentar vel til raksturs á kynfærum. Róar og kemur jafnvægi á bakteríuflóru og pH-gildi píkunnar. Kemur í veg fyrir kláða, ertingu og óþægindi. Mildur ilmur: léttur keimur af rósum, geranium, ferskju, bergamot og sandalviði
Foamtastic Coconut - raksápa: Foamtastic er raksápa sem gerir húðina silkimjúka. Nærir og verndar húðina til að koma í veg fyrir ertingu og roða. Ilmar af kókoshnetu, fresíu og appelsínublómum – eins og þú sért á sólarströnd! Inniheldur Jojoba olíu sem gefur djúpan raka án þess að stífla svitaholur, shea smjör sem ríkt er af andoxunarefnum sem mýkja húðina og sæta möndluolíu sem dregur úr ertingu í húð með bólgueyðandi eiginleikum þess.
Slow It Down: Mýkjandi og náttúrulegt líkamskrem sem heldur hárunum í skefjum. Slow it Down gefur þér silkimjúka húð fulla af raka á meðan það hjálpar til við að hægja á endurvexti hársins með tímanum. Fljót virkandi formúlan þýðir að þú getur hoppað í fötin þín strax eftir ásetningu með ljómandi og mjúka húð. Róar pirraða húð með kælandi áhrifum. Ilmar af kókoshnetu, fresíu og appelsínublómum – eins og þú sért á sólarströnd!