Curliosity Conditioner & Co-Wash Bar
Curlosity Conditioner & co-wash er umhverfisvæn krulluhárnæring í föstu formi sem er samsett í samræmi við krullu umhirðureglur CGM. Næringin inniheldur blöndu rakagefandi efna eins og jójóbaolíu, shea- og kakósmjör sem mýkja, næra og greiða úr krullunum. Ertu meira fyrir co-wash? Næringin inniheldur einnig laxerolíu svo hún hreinsar á einstaklega mildan hátt án þess að þurrka hárið. Hún virkar einnig sem leave-in næring ef hárið skortir enn meiri raka. Þú finnur engin sílikon, vax eða þurrkandi alkóhól í þessum netta kubb – bara mild og vel ilmandi efni sem hreinsa og næra hárið án þess að þyngja það. Curlosity Conditioner jafnast á við 9 x 350ml brúsa af hefðbundinni fljótandi næringu.
Krullukubbarnir eru unnir úr náttúrulegum hráefnum af bestu gerð sem aflað hefur verið með sjálfbærum hætti og samsett í samræmi við krullu umhirðureglur CGM. Kubbarnir hjálpa við að næra, efla og endurlífga allar tegundir krulla og ilma af sítrónugrasi og rjómakenndri kókoshnetu.
Notkun
Renndu Curlosity niður blautt hárið þitt 4-5 sinnum. Leggðu frá þér kubbinn og nuddaðu næringunni í það. Leyfðu næringunni að bíða í hárinu í 1-2 mínútur áður en þú skolar hana úr. Ef þú vilt nota Curlosity sem co-wash skaltu nudda kubbnum vel í rótina og skolaðu síðan vel. Við mælum þó með að nota freyðandi sjampó eins og Professor Curl með 3-4 vikna millibili til þess að minnka hættuna á sveppasýkingu. ATH að ef þú ert með báða krullukubbana (Professor Curl Shampoo og Curlosity Conditioner) þá komast þeir ekki saman í Ethique boxin.
Innihaldsefni
Behentrimonium Methosulfate, Brassica Alcohol, Theobroma Cacao (Cocoa) Butter, Jojoba Esters, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Glycerine, Caprylic/Capric Triglyceride, Stearic Acid, Ricinus Communis (Castor) Bean Oil, Guar Hydroxypropyltrimonium Chloride, Parfum, Benzyl Alcohol, Cymbopogon Schoenanthus (Lemongrass) Oil, Dehydroacetic Acid, Aqua (Water), Mica, Citral, Geraniol, Linalool, Limonene, Titanium Dioxide, Ci 77891, Ci 77007
Ethique
Ethique er margverðlaunað nýsjálenskt snyrtivörumerki sem leggur alla áherslu á vera umhverfisvænt og framleiðir allar sínar vörur í föstu formi, kubbum. Fyrirtækið hefur eitt megin markmið og það er að hjálpa neytendum að sleppa plasti án þess að glata gæðum. Þessir litlu kubbar hafa náð gríðarlegum vinsældum og unnið til fjölda verðlauna meðal annars fyrir að vera eitt sjálfbærasta snyrtivörumerki í heiminum í dag.
Innihaldsefni Ethique varanna eru framleidd með sjálfbærum hætti og af náttúrulegum uppruna og algjörlega án allra plastumbúða. Í stað þess eru umbúðir varanna úr pappa og algjörlega niðurbrjótanlegar, meira að segja límmiðinn sem innsiglar hvert box!
Tengdar vörur
Skoða allt-
Botanica Svitalyktareyðir (2 stærðir)
Venjulegt verð Frá 1.490 krVenjulegt verðVöruverð / per -
Rustic Svitalyktareyðir
Venjulegt verð Frá 1.490 krVenjulegt verðVöruverð / per -
Discovery Pack : Balanced Hair
Venjulegt verð 2.840 krVenjulegt verðVöruverð / per -
Discovery Pack : Face Cleansers
Venjulegt verð 2.840 krVenjulegt verðVöruverð / per