Tone it Down Purple Solid Shampoo Bar
Þessi netti, fjólublái sjampókubbur hjálpar þér að viðhalda köldum tóni í ljósa hárinu þínu alveg án þess að plastbrúsi komi þar nokkurs staðar við sögu. Sjampóið inniheldur hvorki súlföt né litarefni unnin úr jarðolíu og er því mildara en önnur hefðbundin tóner sjampó. Notist í hverjum þvotti fyrir bestan árangur.
Pro tip: Það er alltaf mælt með því að þvo hárið tvisvar með sjampói í hverjum þvotti til þess að hreinsa bæði hárið og hárvörðinn og ná burt öllum hármótunarefnum.
Þessi magnaði kubbur jafnast á við 3 x 350 ml brúsa af hefðbundnu sjampói.
Til þess að kubburinn endist sem best skaltu geyma hann í íláti þar sem hann helst þurr, við mælum með Ethique geymsluboxunum sem passa nákvæmlega utan um einn sjampókubb og einn næringarkubb.
Notkun
Bleyttu hárið. Renndu Ethique sjampókubbnum létt yfir hárið og leggðu hann svo frá þér. Nuddaðu hárið og skolaðu vandlega úr. Endurtaktu síðan áður en þú setur svo hárnæringu í hárið. Ath. að þér gæti fundist betra að nudda kubbnum frekar milli handanna á nudda síðan höndunum í hárið ef þú epplifir að hárið þitt sé of hreint
Innihaldsefni
Sodium Cocoyl Isethionate, Sodium Cocoyl Glycinate, Stearic Acid, Mica, Cocoyl Methyl Glucamide, Theobroma Cacao (Cocoa) Seed Butter, Lactic Acid, Orbignya Oleifera (Babassu) Seed Oil, Betaine, Brassica Alcohol, Glycerine, Guar Hydroxypropyltrimonium Chloride, Fragrance^, Jasminum Officinale (Jasmine) Oil, Beta Vulgaris (Beetroot) Extract, Benzyl Benzoate*, Benzyl Alcohol*, Linalool*, Eugenol*. ^Certified natural. *Component of essential oils. Ethique is 100% palm free. All Ethique ingredients are derived from non-palm sources such as Rice Bran or Coconut Oils.
Ethique
Ethique er margverðlaunað nýsjálenskt snyrtivörumerki sem leggur alla áherslu á vera umhverfisvænt og framleiðir allar sínar vörur í föstu formi, kubbum. Fyrirtækið hefur eitt megin markmið og það er að hjálpa neytendum að sleppa plasti án þess að glata gæðum. Þessir litlu kubbar hafa náð gríðarlegum vinsældum og unnið til fjölda verðlauna meðal annars fyrir að vera eitt sjálfbærasta snyrtivörumerki í heiminum í dag.
Innihaldsefni Ethique varanna eru framleidd með sjálfbærum hætti og af náttúrulegum uppruna og algjörlega án allra plastumbúða. Í stað þess eru umbúðir varanna úr pappa og algjörlega niðurbrjótanlegar, meira að segja límmiðinn sem innsiglar hvert box!
Tengdar vörur
Skoða allt-
Botanica Svitalyktareyðir (2 stærðir)
Venjulegt verð Frá 1.490 krVenjulegt verðVöruverð / per -
Rustic Svitalyktareyðir
Venjulegt verð Frá 1.490 krVenjulegt verðVöruverð / per -
Discovery Pack : Balanced Hair
Venjulegt verð 2.840 krVenjulegt verðVöruverð / per -
Discovery Pack : Face Cleansers
Venjulegt verð 2.840 krVenjulegt verðVöruverð / per