Skip to product information
1 of 6

Ethique

Professor Curl Shampoo Bar for Curly Hair

Venjulegt verð 3.290 kr
Venjulegt verð Tilboðsverð 3.290 kr
Tilboð Vara uppseld
Tax included.

Professor Curl Shampoo er umhverfisvænt krullusjampó í föstu formi sem er samsett í samræmi við krullu umhirðureglur CGM. Sjampóið hefur rétt pH-gildi og þvær hárið á einstaklega mildan hátt án þess að þurrka krullurnar. Professor Curl inniheldur blöndu rakagefandi efna eins og shea- og kakósmjör sem mýkja og næra hárið. Þú finnur engin súlföt, sílikon, vax eða þurrkandi alkóhól í Professor Curl. Þess í stað ertu með sjampó í föstu formi sem jafnast á við 3 x 350ml brúsa af hefðbundnu fljótandi gæðasjampói.

Krullukubbarnir eru unnir úr náttúrulegum hráefnum af bestu gerð sem aflað hefur verið með sjálfbærum hætti og samsett í samræmi við krullu umhirðureglur CGM. Kubbarnir hjálpa við að næra, efla og endurlífga allar tegundir krulla og ilma af sítrónugrasi og rjómakenndri kókoshnetu.

Bleyttu hárið vel og renndu síðan sjampókubbnum nokkrum sinnum yfir hárið, frá rót til enda.
Leggðu frá þér kubbinn og nuddaðu hárið vel þar til freyðir.
Skolaðu hárið vandlega og endurtaktu. Til þess að kubburinn endist sem best skaltu geyma hann í íláti þar sem hann helst þurr – ATH að ef þú ert með báða krullukubbana (Professor Curl Shampoo og Curlosity Conditioner) þá komast þeir ekki saman í Ethique boxin.


Size

Notkun

Bleyttu hárið. Renndu Ethique sjampókubbnum létt yfir hárið og leggðu hann svo frá þér. Nuddaðu hárið og skolaðu vandlega úr. Endurtaktu síðan áður en þú setur svo hárnæringu í hárið. Ath. að þér gæti fundist betra að nudda kubbnum frekar milli handanna á nudda síðan höndunum í hárið ef þú epplifir að hárið þitt sé of hreint 

Innihaldsefni

Sodium Cocoyl Isethionate, Stearic Acid, Sodium Cocoyl Glycinate, Theobroma Cacao (Cocoa) Butter, Butyrospermum Parkii (Shea) Butter, Betaine, Brassica Alcohol, Behentrimonium Methosulfate, Lactic Acid, Guar Hydroxypropyltrimonium Chloride, Sodium Isethionate, Parfum^, Cymbopogon Schoenanthus (Lemongrass) Oil, Benzyl Alcohol, Glycerine, Mica, Sodium Chloride, Dehydroacetic Acid, Aqua (Water), Citral*, Geraniol*, Linalool*, Limonene*, Titanium Dioxide, Ci 77891, Ci 77288.

Ethique

Ethique er margverðlaunað nýsjálenskt snyrtivörumerki sem leggur alla áherslu á vera umhverfisvænt og framleiðir allar sínar vörur í föstu formi, kubbum. Fyrirtækið hefur eitt megin markmið og það er að hjálpa neytendum að sleppa plasti án þess að glata gæðum. Þessir litlu kubbar hafa náð gríðarlegum vinsældum og unnið til fjölda verðlauna meðal annars fyrir að vera eitt sjálfbærasta snyrtivörumerki í heiminum í dag.

Innihaldsefni Ethique varanna eru framleidd með sjálfbærum hætti og af náttúrulegum uppruna og algjörlega án allra plastumbúða. Í stað þess eru umbúðir varanna úr pappa og algjörlega niðurbrjótanlegar, meira að segja límmiðinn sem innsiglar hvert box!

1 of 4