Skip to product information
1 of 2

HairBurst

Shampoo & Conditioner for Curly, Wavy Hair Duo Set

Venjulegt verð 6.249 kr
Venjulegt verð Tilboðsverð 6.249 kr
Tilboð Vara uppseld
Tax included.

Tvenna sem hentar þeim sem eru með krullað eða liðað hár sem þarf extra raka og þau sem vilja nýta CGM aðferðina fyrir krullurnar sínar.

Milt hreinsisjampó sem er án súlfata og hentar sérstaklega fyrir krullað/liðað hár. Sjampóið ilmar af Kirsuberjum og Möndlum og er ‘Curly Girl Method’ samþykkt. Sjampóið hentar sérstaklega vel krullugerðum 2-3, fyrir léttar, mótaðar og fallegar krullur.

CGM samþykkt hárnæring sem gefur hárinu mikinn og góðan raka. Formúlan inniheldur nærandi innihaldsefni og olíur til þess að ná fram því besta úr krullunum þínum án þess að þyngja þær. Hárnæringin er sérstaklega samsett fyrir krullað og liðað hár og er einstaklega hentug fyrir þau sem eru með frizzy hár. Næringin gefur góðan raka, mýkir hárið og mótar krullurnar þínar. Hárnæringin inniheldur blöndu af kirsuberjum, möndlum, kamillu og laxerolíu sem djúpnæra hárið og temja allt frizz.

FYRIR HVERJA?
Hentar þeim sem eru með krullað eða liðað hár sem þarf extra raka og þau sem vilja nýta CGM aðferðina fyrir krullurnar sínar.

NOTKUN:
Nuddaðu litlu magni af sjampói í blautt hárið þar til það freyðir vel, nuddið vel í rótina og skolið svo úr. Við mælum með að greiða hárið fyrir sturtu ef það á að greiða það, til þess að draga úr líkum á brotnum endum. Eftir að sjampóið hefur verið notað er gott að nota hárnæringuna úr sömu línu fyrir bestan árangur.

Eftir hárþvott er gott að kreysta mesta bleytu úr hárinu og nudda vel af hárnæringunni í hárið og láta hana liggja í hárinu í nokkrar mínútur. Skolið síðan vel úr hárinu, við mælum með að skola næringuna úr með köldu vatni til þess að gefa hárinu extra glans. Gott að nota daglega eða annan hvern dag til þess að halda krullunum vel nærðum.

HairBurst

HairBurst er heil vörulína sem er hönnuð til þess að auka heilbrigði, þéttleika, styrkleika og sídd hársins þíns.

Vörurnar vinna gegn truflunum á vaxtarfasa hársins, sem margir þættir í okkar daglega lífi geta haft áhrif á.

Hairburst hefur undirgengist neytendaprófanir á virkni vörunnar og á gott safn af frábærum vitnisburðum frá ánægðum kúnnum.