Skip to product information
1 of 5

Lee Stafford

Scalp Love : Anti-Breakage Leave-in Tonic

Venjulegt verð 2.600 kr
Venjulegt verð Tilboðsverð 2.600 kr
Tilboð Vara uppseld
Tax included.

Léttur næringarvökvi fyrir þurran, viðkvæman hársvörð og ertan. Vökvinn hefur nærandi og kælandi áhrif á hársvörðinn og minnkar kláða og ertingu. Inniheldur Niacinamíð, kaktus, Alantoin og Aloa Vera sem saman gefa einstakan raka og næringu.

Um Scalp Love

Heilbrigt hár byrjar alltaf með heilbrigðum hársverði. Scalp Love er samsett af öflugum innihaldsefnum sem vinna gegn viðkvæmum og ertum hársverði. Hýalúrón sýra, Níasínamíð og salisílsýra eru öflug innihaldsefni sem eru algeng í húðvörum. En vissir þú að þau geta líka hjálpað hárinu þínu og hársverðinum? Scalp Love línan okkar var einmitt innblásin af húðvörum og þeirra virku innihaldsefnum. Línunni er ætlað að meðhöndla bæði hár og hársvörð, því heilbrigt hár byrjar jú með heilbrigðum hársverði. Ef þú ert með þurran og viðkvæman hársvörð og hár sem vantar ást getur þú gefið því ástina sem það á skilið með Scalp Love.

Notkunarleiðbeiningar

Eftir hárþvott skaltu úða 8-12 sinnum yfir allan hársvörðinn meðan hann er rakur, það bindur betur rakann í húð hársvarðarins.

Lee Stafford

Lee Stafford er einn af stærstu hárgreiðslumönnum fræga fólksins í Bretlandi. Hann gerir hár viðskiptavina sinna ekki bara stórkostlegt heldur hefur hann líka þróað margverðlaunaðar hárvörur, auk þess að reka hárgreiðsluskóla og nokkrar fyrsta flokks hárgreiðslustofur í London.

1 of 4