Skip to product information
1 of 3

Mr. Blanc

Mr. Blanc tannhvíttunarstrimlar

Venjulegt verð 6.090 kr
Venjulegt verð Tilboðsverð 6.090 kr
Tilboð Vara uppseld
Tax included.

Mr. Blanc tannhvítunarstrimlar, eru tveggja vikna tannhvíttunarmeðferð með peroxíðlausum strimlum sem hvítta tennurnar þínar á öruggan hátt. Strimlarnir eru sveigjanlegar ræmur, hjúpaðar tannhvíttunargeli sem fjarlægir djúpa innfellda bletti sem myndast hafa undir yfirborði glerungsins. Auðveld og þægileg leið til að fá bjartara bros án þess að finna fyrir sársauka eða óþægindum.

Í hverjum pakka eru strimlar fyrir 14 daga. Tannhvíttunarstrimlarnir valda ekki tannkul.

Hentar

 • Vilja fjarlægja bletti af tönnum
 • Vilja fá sýnilega hvítari tennur
 • Vilja koma í veg fyrir að nýir blettir myndist
 • Eru með viðkvæmar tennur og þola ekki tannhvíttunarefni sem innihalda peroxíð

Notkun

Skref 1:

 • Í hverjum kassa má finna 14 bréf. Hvert inniheldur tvo strimla, einn fyrir efri góm (lengri) og einn fyrir neðri góm (styttri).
 • Rífðu meðfram bréfinu til að ná strimlunum úr.
 • Taktu strimilinn af plastfilmunni og snúðu hliðinni með gelinu að tönnunum.

Skref 2.

 • Til að ná sem bestum árangri skaltu þurrka tennurnar áður en þú leggur strimlana á tennurnar.
 • Ýttu varlega á strimilinn með fingrunum til að festa hann á tennurnar.
 • Sá partur sem nær ekki yfir tennurnar, getur þú beyglað og sett fyrir aftan tennurnar. Það heldur strimlinum föstum á tönnunum.
 • Ekki borða eða drekka á þessum tíma þar sem það getur hreyft eða losað um strimlana.

Skref 3.

 • Vertu með strimlana á tönnunum í 30 mínútur í senn.
 • Fjarlægðu síðan strimlana og hreinsaðu afgangs gel af tönnum með því að bursta tennurnar.
 • Endurtaktu þetta daglega í 14 daga og brostu út í heiminn með perluhvítu brosi!

Innihald

Glýserín, Aqua, sellulósi gum, natríumklóríð, EDTA, sítrónusýra, D.L-Menthol

Vinsamlegast athugið: Ekki er mælt með að barnshafandi konur noti strimlana. Ekki fyrir börn yngri en 12 ára. Ef varan kemst í snertingu við augu skolið vel með vatni. Notið ekki ef þú ert með sár í gómi eða eftir aðgerðir í munni.