Tax included.
Fyrir-sjampó viðgerðarmeðferð (e. Pre-shampoo treatment) sem eykur heilbrigði ljóss hárs, styrkir það og ver gegn frekari skemmdum, fyrir fallegra og líflegra ljóst hár.
Skartaðu þínu besta ljósa hári. Þú þarft ekki lengur að velja á milli þess að hafa heilbrigt hár eða ljóst hár. Blonde+ Repair Pre-Shampoo Treatment er fyrsti þátturinn í 3gja-þrepa þrepa viðgerðarkerfi Blonde+ línunnar sem vinnur gegn skemmdum af völdum litunar, aflitunar og hitamótunar. Innblásið af meðferðum hárgreiðslustofa og knúið áfram af vísindum, allt fyrir fallegra og heilbrigðara ljóst hár.
Þróað sérstaklega fyrir viðkvæmt og skemmt ljóst hár sem hefur þurft að þola endurteknar aflitanir. Blandan inniheldur Bond Building Plex tækni sem lagfærir, styrkir og nærir hárið auk þess að vernda það gegn frekari skemmdum.
Þegar Blonde+ Repair System línan er notuð í heild sinni fær ljósa hárið þitt einstaka viðgerðarmeðferð sem gerir það 2x bjartara* og 2x sterkara* eftir aðeins eina notkun.
Pre-Shampoo Treatment hjálpar til við að vinna gegn skemmdum fyrir heilbrigðara ljóst hár. Meðferðin undirbýr hárið og byrjar viðgerðarferlið með því að binda innviði hársins og búa til varnarlag sem minnkar álag á hárstrendinginn og viðheldur raka. Hárið fær aukinn gljáa, mýkt og verður sýnilega bjartara, auk þess að vera betur varið gegn frekari skemmdum. Blandan er svo áhrifarík og öflug að hárið verður sjáanlegra heilbrigðara á einni mínútu.**
Sem hluti af Blonde+ Repair System umbreytir þessi meðferð brothættu hári í mýkra, sléttara, sterkara og bjartara ljóst hár, eftir aðeins eina notkun. Fyrir fallegt, heilbrigt ljóst hár sem lítur jafn vel út og það er mjúkt.
Þessi Pre-Shampoo Treatment fyrir ljóst hár er samsett með nýstárlegri aðferð sem John Frieda hefur í einkaleyfismeðferð og er kölluð Bond Building Plex tækni, en hún hjálpar til við að lagfæra ljóst hár sem skemmst hefur við aflitanir og hitamótun.
Berið ríkulega af viðgerðarmeðferðinni í hárið alveg frá rótum til enda í rakt hár. Greiðið í gegnum hárið og látið liggja í 1 mínútu (en ekki meira en 5 mínútur). Skolið hárið vel og þvoið síðan með sjampói og hárnæringu eins og venjulega. Notið 1-3 sinnum í viku eftir þörfum. Fyrir bestan árangur, fylgið eftir með Blonde+ Repair Bond Building Shampoo og Bond Building Conditioner.
Aqua, Cetearyl Alcohol, Dimethicone, Behenamidopropyl Dimethylamine, Cetyl Esters, Erythritol, Parfum, Propanediol, Benzyl Alcohol, Lactic Acid, Isopentyldiol, Dimethyl Isosorbide, Tetrasodium Glutamate Diacetate, Glycine, Behentrimonium Chloride, Malic Acid, Panthenol, Dipropylene Glycol, Benzoic Acid, Hexyl Cinnamal, Limonene, Linalool