Þurr húð - Fræðslugrein

Þurr húð? Hvað er málið?!

Ókei, þú ert með þurra húð… þetta er því miður ekki vinsæll klúbbur að tilheyra og margir hafa ekki hugmynd hvað er að valda því að húðin þeirra er svona þyrst. Við tókum því saman nokkur atriði sem eru þekkt til að hafa nokkur áhrif á það hvernig húðin hefur það – rakalega séð:

Skortur á vökva

Þú ert ekki að drekka nóg af vatni eða öðrum nærandi drykkjum og getur það leitt til ofþornunar, sem gerir húðina þurra og hún fer að flagna. Við mælum með að hafa alltaf brúsa fullan af úrvals íslensku vatni með þér, hvar sem er og ALLTAF!

Kalt eða þurrt veður

Þetta á til dæmis mjög vel við íslenskt veðurfar, sorry. Þegar húðin okkar er útsett fyrir köldu, þurru lofti getur það rænt húðina okkar af náttúrulegum olíum hennar sem veldur svo þurrki og ertingu. Vei, hvenær flytjum við?

Heitar sturtur eða böð

Já segðu bara bless við gufubaðið í sundlauginni, heita pottinn og kósý morgunsturtuna því heitt vatn getur, eins og kalda veðrið, gert það að verkum að náttúrulegar olíur í húðinni minnka og húðin verður fyrir rakatapi, þurr og ert.

Sterk hreinsiefni og sápur

Notkun sterkra andlitshreinsa eða andlitsvatna sem innihalda t.d alkóhól eða sterk freyðiefni geta truflað náttúrulega varnir húðarinnar og valdið því að hún tapar raka og olíum. Andlitshreinsar sem innihalda SLS/SLES geta t.a.m verið vandræðagemlingar fyrir viðkvæmar húðgerðir. 

Óhófleg hreinsun

Ef þú ert hreinsifrík og ofhreinsar á þér andlitið, sérstaklega með heitu vatni eða sterkum hreinsiefnum getur það fjarlægt náttúrulegar olíur húðarinnar, sem leiðir… you guessed it, Þurrar húðar!

Öldrun

Ok þessi er bömmer því við eldumst öll og getum lítið í því gert. En þegar við eldumst framleiðir húðin minna af olíu, sem gerir henni hættara við þurrki og hrukkum. Notið rakakrem og nóg af því!

Húðsjúkdómar

Ákveðnar húðsjúkdómar eins og exem, psoriasis, rósroði og seborrheic húðbólga geta valdið þurri, flagnandi húð í andliti. Ef þú heldur að þetta sért þú mælum við með að þú hittir húðsjúkdómalækni og fáir ráðleggingar.

Þyrr húð - Lyf og aukaverkanir

Sumum lyfjum, þar á meðal lyf við unglingabólum og háum blóðþrýsting, geta fylgt húðþurrkur sem aukaverkun. Ef þú ert að nota Decutan eða Isotretinoin verður húðin verulega þurr en passaðu að þú mátt ekki nota hvaða rakakrem sem er, hafðu samband við þinn húðlækni og fáðu ráðleggingar frá honum/henni.

Þurr húð - Óhollt mataræði

Obbobb, stopp á franskar og hambó. Mataræði sem skortir nauðsynlegar fitusýrur, vítamín og steinefni getur stuðlað að þurri húð. Reyndu að finna eitthvað með hollum olíum og öllu hinu góða stöffinu. Það er bæði gott fyrir þig og húðina.

Þurr húð - Ofnæmi eða ofnæmisvaldar

Ofnæmisviðbrögð við tilteknum innihaldsefnum í húðvörum, þvottaefnum eða efnum geta valdið þurri, ertandi húð. Gæti ilmvatnið þitt eða jafnvel þvottaefnið verið að valda þurrkinum?

Þurr húð - Mikil sól

Of mikið exposure, eða útsetning eins og það kallast á lipra tungumálinu okkar, fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar getur leitt til húðskemmda, þar með talið þurrk og flögnun. Ef þú ert í mikilli sól reyndu þá að hugsa sérstaklega vel um húðina þína þegar inn er komið, drekktu nóg vatn og berðu á þig gott, nærandi krem eða róandi og kælandi maska. Við mælum með the recovery one frá Hello Sunday.

Þurr húð - Sjúkdómar

Ákveðnir sjúkdómar eins og skjaldkirtilsvandamál og sykursýki geta haft áhrif á vökvastýrikerfi húðarinnar og stuðlað að þurrki.

Þurr húð - Hormónabreytingar

Sveiflur í hormónum, sérstaklega á meðgöngu, tíðahvörfum eða tíðahringum, geta haft áhrif á rakagildi húðarinnar. Gott er að halda dagbók um ástand húðarinnar samhliða því hvar þú ert í tíðahringnum til að fá mögulega betri innsýn í þetta en það getur verið hægara sagt en gert að kippa hormónum í lag.

Þurr húð - Reykingar og áfengi

Reykingar og auðvitað erum við líka að tala um nikótínpúða og veip með nikótíni ásamt óhóflegri áfengisneyslu geta þurrkað húðina og ruglað öllu vökvastýrikerfi húðarinnar. Vissir þú að nikótín dregur saman æðar líkamans og minnkar þannig m.a. blóðflæði til húðarinnar?

Þurr húð - samantektin

Til að hjálpa húðinni þinni og koma í veg fyrir þurrk og ertingu er mikilvægt að viðhalda jafnvægi í mataræði, drekka nóg, nota milda hreinsa og vernda húðina gegn veðri og hitasveiflum. Mundu að leita til húðsjúkdómalæknis ef þú ert með viðvarandi þurra húð eða grunar að þú getir mögulega haft einhverja húðsjúkdóma.

Back to blog