Ultra Repair Cream - krem fyrir þurra húð

Slökktu á þorstanum með FAB Ultra Repair Cream

Hversu þreytandi er að eiga við þurra, flagnandi húð sem bara getur ekki verið til friðs? Við höfum flest verið þarna, í vandræðum með að finna hina fullkomnu lausn til að svala þorsta húðarinnar og halda henni ánægðri. Jæja, ekki hafa áhyggjur af þessu lengur…Ultra Repair Cream frá First Aid Beauty er nýji besti vinur húðarinnar þinnar og við ætlum að segja þér af hverju!

Þurr húð – hvað er málið?

Þurr húð getur verið mikið vesen, sérstaklega þegar þú ert að reyna vera upp á þitt besta og ætlar kannski að setja á þig farða… gleymdu þessu! Kannski ertu vön/vanur þessu ástandi og gerir það besta úr þessu, sefur með rakamaska og berð á þig kókosolíu (plís slepptu því). Eða kannski ertu í tímabundnu neyðarástandi eftir að hafa farið overboard í retínólinu! Úps. Sem betur fer þarftu ekki að láta þurru húðina þína halda aftur af þér lengur því allir og amma þeirra segja að Ultra Repair kremið okkar sé þeirra GO-TO í þurrkumálunum… í andlitinu sko, við erum ekki Blush!

Ultra Repair Cream er sannkallaður leikbreytir í húðvöruheiminum en kremið er pakkað af nærandi innihaldsefnum og formúlu sem er sérstaklega þróuð til að róa húðina strax og gefa henni rakabústandi kokteil. Áferðin er ótrúlega djúsí og mjúk og kremið bráðnar strax inn í húðina og skilur við hana sadda og sæla. Kremið má bæði nota á andlitið og líkamann!

Kremið inniheldur blöndu af róandi haframjöli, sheasmjöri og allantóíni. Það er einstaklega milt, svo það hentar fyrir mjög viðkvæma húð, og róandi – bless kláði!

Hvort sem þú ert að glíma við þurra bletti, exem eða ert einfaldlega með almennt þurra húð þá er Ultra Repair Cream eitthvað sem gerir kraftaverk við ýmsum húðvandamálum sem skapast við húðþurrk. Ekki samt bara hlusta á okkur, hún Sarah frá Ameríku hefur þetta að segja um Ultra Repair:

"Ég hef glímt við þurra húð í mörg ár og Ultra Repair Cream hefur verið sannkallaður bjargvættur. Húðin mín er full af raka, mjúk og lítur heilbrigðari út en nokkru sinni fyrr!" - Sarah

Sko, við sögðum það! Það er ástæða fyrir því að þetta krem er mest selda varan okkar hjá Fotia. Þakkið okkur bara seinna!

 

Hvernig nota ég Ultra Repair Cream?

Hreinsun: Byrjaðu á hreinu andliti til að tryggja hámarks frásog kremsins.

Berið á: Nuddið Ultra Repair Cream varlega á andlitið og líkamann, einbeittu þér að svæðum sem hætta er á að verða þurr.

Endurtaktu: Notaðu kvölds og morgna, eða hvenær sem húðin þarfnast auka raka.

 

Back to blog