Ókei, þú ert búin/n að velja þér sjálfbrúnku og það er komið að því að bera hana á. Passaðu að vera með góðan hanska 🧤 áður en þú byrjar og passaðu þessi atriði:
Tímasetningin er allt
Notaðu sjálfsbrúnuna þína að minnsta kosti 6-8 klukkustundum fyrir stóra viðburði ⏱ Þá hefurðu smá tíma til lagfæringa ef þú tekur eftir því að eitthvað hefur farið úrskeiðis. Flestar sjálfbrúnkur þurfa tíma til að “bakast” almennilega og svo viltu ekki vera manneskjan sem angar eins og brúnkukrem í partýinu 🥳️🎉
Lærðu að halda brúnkunni lengur
Raki er besti vinur þinn 💦 þegar kemur að brúnku. Notaðu body lotion daglega dagana eftir brúnkun til að halda brúnkunni þinni ferskri og seinka flögnun húðarinnar. Bónus stig ef kremið þitt er með keim af sjálfbrúnku í sér til að lengja líftíma brúnku ljómans.
PASSAÐU AÐ…
- Ekki hoppa út í sundlaug eða heitan pott rétt eftir brúnkun nema þú sért að stefna á eitthvað tie-dye lúkk 🏊
- Ekki raka þig eftir fyrstu dagana eftir brúnkun - það getur hreinlega skafið litinn af.
Dos & don’ts
Dos
✔ Gerðu patch test! Ef þú ert að prófa brúnkuvöru sem þú hefur aldrei prófað áður er skynsamast að gera svokallað patch test. Þá berðu á þig vöruna á smá svæði á líkamanum og fylgist með hvernig húðin þín bregst við. Þú vilt ekki uppgötva að þú sért með ofnæmi fyrir innihaldinu og þá búin/n að bera á allan líkamann.
✔ Gefðu þér tíma til að bera á þig – sérstaklega í kringum erfiða staði eins og ökkla og úlnliði.
Don’ts
✘ Ekki fara of dökkt. Ef þú ert föl/ur eins og snjórinn ekki þá hoppa beint í dekksta litinn. Byggðu upp brúnkuna þína smám saman fyrir náttúrulegri lit.
✘ Ekki gleyma eyrunum og hálsinum - þau eiga líka skilið smá brúnku!
Úbbs, fór eitthvað úrskeiðis?
Allt í lagi, kemur fyrir besta fólk. Við erum líka með tips um hvernig hægt er að bæta brúnkumistök.
Smá skrúbb
Gríptu skrúbbvettlinginn þinn eða líkamsskrúbb með örfínum ögnum og nuddaðu húðina varlega.
Smá DIY lagfæringar
Sítrónusafi og matarsódi getur hjálpað til við að lýsa þrjóska bletti. Berðu blönduna á svæðið, láttu hana bíða í nokkrar mínútur og skolaðu síðan af 🍋
Notaðu Tan Remover
Ef allt annað bregst, eru til ýmis sjálfbrúnku-hreinsiefni sem eru hönnuð til að gera líf þitt auðveldara. Þau innihalda oft mildar ávaxtasýrur og skrúbb agnir ásamt öðrum hreinsandi efnum. Hafðu einn við höndina í neyðartilvikum!