Ráð fyrir tannhvíttun

Bjartara bros og hvítari tennur

Leiðin að bjartara brosi - tannblettir og  tannhvíttunaraðferðir

Skínandi hvítt bros er oft tengt við góða heilsu og sjálfstraust. Hins vegar geta tennur misst náttúrulegan hvítan tón sinn vegna ýmissa þátta og leiðir þetta til bletta og mislitunar. En hvað veldur þessum breytingum? Förum aðeins yfir helstu atriði sem valda blettum á tönnunum okkar.

Matur og drykkir:

Bæði matur og drykkir með sterkum litarefnum, eins og kaffi, te, rauðvín og ber, geta skilið eftir bletti á tönnum með tímanum. Eitt er gott að hafa í huga en allir sýrðir drykkir t.d safar og gos, líka bragðbætt sódavatn veldur því að glerungur tannanna okkar eyðist. Þegar glerungurinn okkar er orðinn lélegur þá sést meira í tannbeinið undir og það er ekki eins hvítt og frísklegt.

Reykingar og Vape:

Það hefur lengi verið almenn þekking að reykingar valdi því að tennur verði gullleitar eða fái jafnvel dökka bletti. Hins vegar veldur vape-notkun því líka… því miður fyrir marga. Þetta er vegna þess að bæði inniheldur nikótín og tjöru.

Lélegt munnhirða:

Ef tennurnar eru illa burstaðar og tannþráðurinn aldrei notaður getur myndast tannsteinn og skán sem leiðir til þess að tennurnar fá bletti.

Hækkandi aldur:

Eftir því sem fólk eldist þynnist glerungurinn á tönnum, sem gerir gulleita tannbeinið að neðan sýnilegra.

Ýmis lyf:

Ákveðin lyf geta valdið blettum á tönnum. Ráðfærðu þig við lækninn þinn eða lestu vandlega um verkun og aukaverkanir lyfjanna þinna.

Erfðir:

Sumir einstaklingar eru einfaldlega með genasamsetningu sem gerir það að verkum að glerungur þeirra er dekkri en annarra.

Hvernig færðu hvítari tennur?

Sem betur fer eru til ýmsar leiðir til að hvítta tennur og fer valið svolítið eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hér eru nokkur góð ráð til að viðhalda hvítum tönnum og einnig hvaða aðferðir er hægt að nota til að hvítta þær.

 Gott hreinlæti:

Mundu að bursta, 2svar á dag og nota tannþráð. Munnskol er mjög gott að nota með og hægt er að fá munnskol sem hvítta tennurnar og svo líka önnur sem vinna gegn bakteríusýkingum í munni, vinna gegn munnþurrki og svo venjuleg flúormunnskol.

Alvöru tannhreinsun:

Regluleg heimsókn til tannlæknis til að fara í alvöru tannhreinsun hjálpar til við að fjarlægja yfirborðsbletti og svo ekki bara það heldur er einnig fjarlægður tannsteinn.

Tannhvíttunartannkrem:

Notkun tannkrems með mildum slípiefnum getur hjálpað til við að vinna á yfirborðsblettum og hvítta tennur smám saman. Hér þarf að passa að nota mild tannkrem því slípiefnin mega ekki vera of hvöss, þá er glerungurinn okkar í hættu.

Heima tannhvíttunarsett:

Heima tannhvítunarsett, þegar þau eru notuð samkvæmt leiðbeiningum, geta hvíttað tennur á áhrifaríkan hátt með tímanum. Ýmis vörumerki bjóða upp á tannhvíttunarvörur og fást nokkrar slíkar hjá okkur. Vörur eins og Mr. Blanc tannhvítunarstrimlar eru t.d þekktir fyrir auðvelda notkun og milda formúlu, alveg án peroxíðs. En peroxíð, sem margar tannhvíttunarvörur innihalda geta valdið tannkul og viðkvæmni í tönnum.

Sérsniðnar tannhvíttunarskinnur

Sérstakar skinnur sem mótaðar eru eftir þínum eigin tönnum hjá fagfólki en svo notaðar heima geta verið mjög sniðugar. Við mælum með að hafa samband við þinn tannlækni.

Ljós og laserar

Hægt er að hvítta tennur með því að fara á ákveðnar snyrtistofur og tannlæknastofur ýmist í ljósameðferð á tönnum eða laser. Við mælum með að hafa samband við þinn tannlækni eða þá sem veita slíka þjónustu fyrir frekari upplýsingar.

Back to blog