Haust hárlos

Haust hárlos

Það kólnar í veðri og laufin eru farin að stirðna og falla af trjánum. En það er fleira sem fellur til jarðar… Haust hárlos er þekkt fyrirbæri sem margir lenda í, þó ekki sé alveg vitað hvers vegna. Ef þú ert að taka eftir fleiri hárum á koddanum eða í sturtuniðurfallinu skaltu ekki örvænta!

Við ætlum að gefa þér nokkur vel valin ráð til að vinna gegn þessu haust-hárlosi:

Passaðu upp á hársvörðinn: Heilbrigt hár byrjar að vaxa í góðum jarðvegi svo það er mikilvægt að gleyma ekki hársverðinum.

-        Í fyrsta lagi þarf hársvörðurinn að vera hreinn, án allrar uppsafnaðrar fitu og hármótunarefna. Gott hreinsisjampó eða jafnvel flösusjampó úr lausasölu apóteka getur gert mikið.

          Í öðru lagi skaltu passa upp á gott blóðflæði til hársvarðarins. Þetta er hægt að gera með því að nota nuddbursta í sturtunni þegar við þvoum hárið, nuddað hársvörðinn nokkrum sinnum í viku eða notað þar til gerða nálarrúllu sem ekki bara eykur blóðflæðið heldur örvar hársekkina og hvetur áfram hárvöxt!

Forðastu að setja hárið í tagl eða snúð meðan það er blautt: Þetta getur skapað kjöraðstæður fyrir svepp til að myndast.

Passaðu allan núning, strekking og tog: Hárið okkar getur brotnað eða slitnað við minnsta álag.

          Gott er að nota silki/satín koddaver eða satín húfu meðan sofið er svo að hárið verðu ekki fyrir núning meðan þú sefur.

          Forðastu stífar hárgreiðslur og slítandi hárdót, gott er að nota satín scrunchies í hárið til að fara mýkri höndum um það.

          Geymdu hitamótunartækin, eða a.m.k. takmarkaðu notkun þeirra. Hitinn er ekki vinur hársins.

Borðaðu næringarríkan mat: Passaðu að það sem þú borðar innihaldi nóg af próteini, Omega-3 fitusýrum og vítamín og steinefni eins og járn, zink, A-, C-, D- og E-vítamín.

Taktu hárvítamín: Ef þú nærð ekki að borða nógu fjölbreytt af einhverjum ástæðum eða þú vilt bústa aðeins upp á vítamínbúskapinn getur verið gott að taka inn hárvítamín.

Notaðu mildar hárvörur og elskaðu hárið þitt.

Back to blog