Í tilefni FAB-daga hjá Fotia fengum við Hafdísi Björg, förðunarfræðing og kennara við Reykjavík Makeup School, til að deila sínum uppáhalds vörum frá First Aid Beauty.
Ultra Repair Cream
„Ég elska að nota Ultra Repair kremið bæði kvölds og morgna. Það er frábært þar sem ég er með blandaða húð sem er mjög algengt, sérstaklega á Íslandi, og gefur mér mikinn raka án þess að húðin mín framleiði of mikla olíu. Hentar öllum húðtýpum og it's my fave."
Hydrating Dewy Gel Cream
„Nýjung frá FAB sem ég hef notað stanslaust á morgnanna undir Makeup þar sem þetta er þunnt og rakagefandi krem sem fer hratt inn í húðina og skilur eftir sig frísklegan ljóma."
10% vitamin C brightening serum
„C-vítamín sem gefur húðinni ljóma, jafnar hana út og stíflar ekki húðina. Elska að nota þetta á morgnana á undan rakakremi og húðin verður falleg og ljómandi."
After-Shower Nourishing Body Oil
„Líkamsolía sem ég set á mig eftir body lotion sem læsir rakann inni í húðinni. Yndisleg mild mandarínu lykt og silki mjúk áferð. Frábær fyrir þá sem vilja extra dekur, nota brúnkukrem eða eru með þurra húð á líkamanum."
KP Bump Eraser Body Scrub
„Elska þennan í sturtunni til að ná gamla brúnkukreminu af og gera húðina mjúka og tilbúna fyrir nýtt brúnkukrem. Elska original skrúbbinn en er búin að vera nota nýja ferskju skrúbbinn og elska lyktina."
Fylgdu Hafdísi á Tiktok (@hafdis.bjorg) og Instagram (@hafdisbjorgd).
Þú færð First Aid Beauty vörurnar á 25% afslætti dagana 30. september – 9. október.