Fegurðarblundurinn

Fegurðarblundurinn

Ímyndaðu þér þetta: þú vaknar með slétta og plumpy húð, flækjulaust hár og ljóma sem segir: "Ég er nýkomin úr Disney ævintýri." Hljómar eins og draumur, ekki satt? Jæja, það er alveg innan seilingar, og leynivopnið? Satín koddaver og svefngríma!

Já, ég veit. Það hljómar of gott til að vera satt. En trúðu okkur, þessi einföldu skipti úr bómull yfir í satín getur skipt sköpum. Við skulum kafa aðeins ofan í kosti satín koddavera og hvers vegna fegurðarrútínan þín (og andlitið þitt) mun þakka þér fyrir það.

 

Leynivopn húðrútínunnar: Satin vs. Bómull

First things first: húðin þín. Ef þú ert enn að nota bómullarkoddaver, þá er kominn tími á uppfærslu. Bómull getur verið notaleg, en hún er alræmdur rakaþjófur. Öll þessi dýru krem ​​og serum sem þú berð á þig á kvöldin? Bómullin stelur þeim og skilur húðina eftir þurrari en Sahara um morguninn. Ok kannski pínu ýkt en þú fattar hvert við erum að fara með þetta.

Low and behold, a new bombshell enters the villa: Satín koddaver!

Satín koddaver eru slétt og efnið sjálft ekki eins gleypið, sem þýðir að húðin þín heldur raka sínum áfram í stað þess að bómullin sjúgi rakann í sig. Þú vaknar ekki lengur með þurrt, custy og dusty andlit heldur dewy yfirbragð og fresh faced skvís.

Bless svefnlínur og krumpur

Það er satt - engum líkar við að vakna með þessi koddaför á andlitinu. Jú, þau hverfa að lokum, en vissir þú að endurteknar svefnlínur geta leitt til varanlegra hrukka? WHAT?!

Silkimjúkt yfirborð satín koddavera gerir andlitinu þínu kleift að renna mjúklega þegar þú byltir þér og snýrð í svefni og dregur þannig úr núningi sem veldur koddaförum. Það er eins og að fá smá andlitsmeðferð á hverju kvöldi. Framtíðarsjálf þitt mun þakka þér fyrir þetta anti-öldrunarhakk.

Flækjalaust hár

En snúum okkur að hárinu. Ef þú hefur einhvern tíma vaknað með fuglahreiður á höfðinu, þá er satínkoddaver þinn nýji BFF. Slétt áferð satín koddavera dregur úr núningi, sem þýðir minna brot og færri flækjur fyrir hárið þitt. Auk þess á það sama við hér og með húðina, hárið heldur betur sínum náttúrulegu olíum og þornar ekki eins hratt upp.

Hvort sem þú ert með hrokkið hár, slétt eða einhvers staðar þar á milli, þá hafa kostir satínsins mikið að segja fyrir hárið þitt. Satínið hjálpar einnig við að varðveita hárgreiðsluna þína frá deginum áður. Krullur haldast betur og sama á við um blowout eða sléttun.

 

Ef ofantaldir kostir satínsins eru ekki nóg til að láta þig endurskoða líf þitt þá ætti tilfinningin um að fara upp í rúm með sexí satínkoddaverum vera vendipunkturinn!

Svo, eftir hverju ertu að bíða? Fegurðar blundurinn er handan við hornið!

Back to blog