Hin fullkomna brúnka

Hin fullkomna brúnka

Það er Janúar og við erum meira og minna öll orðin föl og freknulaus. Sólin rétt kíkir upp fyrir sjóndeildarhringinn og er farin áður en við höfum tíma til að sækja sólgleraugun. En eins og áður, þá reddum við þér! Hér eftir verður Janúar kallaður TANúar í Fotia og sjálfsbrúnka verður í aðalhlutverki.

Það mætti segja að sjálfsbrúnka sé nútíma kraftaverk sem gerir okkur kleift að komast í tæri við okkar innri sólkysstu gyðju allt árið um kring. Sjálfsbrúnka er þó ekki bara dans á rósum og við eigum öll okkar eigin sjálfsbrúnku hryllingssögur – röndótta fætur, appelsínugula lófa og flekkótt hné. EN, Óttist ekki! Með smá undirbúningi, snjöllum brellum og smá þolinmæði geturðu náð fram hinni fullkomnu brúnku. Og taktu nú vel eftir:

Undirbúningurinn skiptir máli

Áður en þú svo mikið sem hugsar um að opna flöskuna af sjálfbrúnkunni þarftu að stoppa og preppa!

Skúra og skrúbba!

Að skrúbba húðina er AÐAL atriðið í undirbúningnum. Notaðu líkamsskrúbb eða skrúbbvettling til að fjarlægja dauðar húðfrumur 🚿🧼️ Passaðu vel að skrúbba svæði eins og olnboga, hné og ökkla. Þessir staðir hafa tilhneigingu til að safna sjálfbrúnku eins og þeir séu að fara úr tísku.

Bóna

Þegar þú hefur skúrað og skrúbbað húðina skaltu bera létta rakakrem á sömu þurru svæðin. Smá raki hjálpar þér að ná fram flekklausri brúnku.

Veldu þína brúnku

Nú þarftu að hugsa hvaða áhrif þú vilt af sjálfsbrúnkunni þinni. Viltu það dekksta sem til er. Viltu eitthvað sem gefur þér lit strax eða viltu eitthvað sem hægt er að byggja upp. Ertu að setja á þig að morgni og vilt ekki að brúnkan fari í fötin eða ertu að fara beint upp í rúm. Þetta eru allt spurningar sem þú þarft að hafa svör við áður en þú ákveður hvaða brúnku þú ætlar að nota. Húðkrem eru t.d byrjendavæn, froður þorna hraðar og sprey eru fullkomin fyrir þessi svæði sem erfitt er að ná til.

Fjárfestu í góðum brúnkuvettlingi. Þú vilt hafa hann með sama efninu báðu megin því þeir endast oftast lengur. Gæðin skipta líka máli því þú vilt geta sett hann í þvottavél öðru hvoru. Ef þú ert svo ekki með hjálparhönd til að bera á bakið mælum við með einhvers konar bakhanska.

Jæja, nú kemur að góða stöffinu, en ekki flýta þér! Góð sjálfbrúnka kemur til þeirra sem vanda sig.

Byrjaðu neðarlega og farðu þér hægt

Byrjaðu með lítið magn af vöru í hanskanum og byrjaðu við fæturna. Berðu á þig með hringlaga hreyfingum til að forðast rákir og fikraðu þig svo ofar. Endaðu á hálsi og höndum, en þar er gott að nota bara það sem eftir er í hanskanum.

Þegar kemur að andlitinu finnst mörgum gott að nota brúnkudropa út í dagkremið sitt eða létt brúnkusprey á hreina húð fyrir svefn til að vakna glowy og fresh!

Gangi þér vel!

Back to blog