Beraðu leggina – það er sumar!

Beraðu leggina – það er sumar!

Ef þú bara í vaxinu og vilt ekkert með rakstur hafa, OK en við erum samt með geggjað tips fyrir þig í lokin á þessu bloggi svo haltu áfram að lesa. Ef þú hins vegar ert í rakstursteyminu þá erum við með pottþétta rútínu fyrir þig svo þú sért tilbúin fyrir sumarið!

Þetta byrjar allt með rakvélinni. Fler rakvélin er ekki bara venjuleg rakvél, hún er eins og nýr vinur sem veit nákvæmlega hvað hún er að gera. Hún hentar öllum kynjum og húðgerðum. Hvort sem þú rakar þig í sturtu eða þegar þú ert bara að slappa af í baði, þá sér Fler rakvélin um að þú fáir alltaf fullkominn rakstur, án þess að þurfa að fara aftur og aftur yfir sama stað.

PRO Tip: notaðu rakstursfroðu

Það jafnast ekkert á við þessar þykku lúxus froður frá fler og þær gera raksturinn svo auðveldan og ánægjulegan – það er næstum eins og þú sért í fríi á heilsulind (þó þú sért bara heima í baðinu). Með því að nota rakfroðu eru minni líkur á húðertingu þar sem húðin fær aukinn raka frá froðunni.

Mundu eftir að hugsa vel um húðina eftir rakstur

Það er komið að uppáhaldsvörunum okkar. Vörum sem henta fyrir öll, hvort sem þú rakar þig eða ekki. Þetta eru auðvitað hetjuvörur fler – olía fyrir inngróin hár og body lotion sem minnkar hárvöxt!

Þegar þú ert búin að raka þig og fæturnir eru silkimjúkir, þá viltu auðvitað að tilfinningin endist lengur en 5 mínútur. Slow it Down body lotion kælir og róar húðina eftir raksturinn og inniheldur einnig virk efni sem hægja á endurvexti háranna. Þetta gerir það að verkum að þú þarft ekki að fjarlægja hárin jafn ört.

Inngróin hár eru svo ekkert nema pirrandi. En sem betur fer erum við líka með eitthvað sem hjálpar við því. Litlu dropaglösin merkt Hoily Drops innihalda olíublöndu með nornahersli sem ver þig gegn inngrónum hárum. Þú berð dropana beint á erta húð eftir rakstur eða vax eða um leið og vart er við inngróið hár í vanda. Ómissandi skref fyrir silkimjúka fætur og bikinísvæði svo þú sért klár í sundlaugina, ströndina eða bara í stuttbuxurnar í garðinum. Svo er ekkert annað eftir en að njóta með mjúka leggi sem eru fullkomlega tilbúnir fyrir sumarið!

Back to blog