Fjögur algeng mistök við raksturinn

Fjögur algeng mistök við raksturinn

Ef þú finnur oft fyrir kláða eftir rakstur, pirring í húðinni, færð inngróin hár, ertingu eða roða gætirðu verið að gera eitthvað af þessum mistökum!

Hér eru 4 algengustu raksturs-mistökin og hvernig á að forðast þau:

Mistök nr 1 - Þú slepptir undirbúningnum

Þetta er alveg eins og með brúnkupreppið, ef þú undirbýrð húðina ekki nógu vel verður brúnkan léleg. Sama á við með raksturinn.

💡 Leyndarmálið að fullkomnum rakstri? Byrjaðu áður en þú tekur rakvélina upp!

Þetta eru ein algengustu mistökin, raka þurra eða óskrúbbaða húð. Þetta getur leitt til inngróinna hára, ertingar og bara almennt lélegs raksturs.

Notaðu mildan skrúbb á allt raksturssvæðið áður en þú byrjar raksturinn, til að fjarlægja dauðar húðfrumur og koma í veg fyrir inngróin hár. 

Rakaðu húðina meðan hún er blaut eða notaðu rakfroðu á svæðið og rakaðu svo: Aldrei að raka þurra húð!


Mistök nr 2 - Þú ert að nota gamla eða lélega rakvél

🪒 Gömul eða léleg rakvél getur ert húðina og skorið hárið illa!

Ef þú tekur eftir því að rakvélin rennur ekki vel á húðinni eða þú færð fleiri skurði og roða en venjulega, þá er kominn tími til að skipta henni út.

Gömul eða ódýr rakblöð hafa tilhneigingu til að toga í hárin í stað þess að skera þau, sem getur leitt til hársekkjarbólgu, ertingar og inngróinna hára.

Rakvél með sveigjanlegum haus aðlagast betur líkamslínum þínum og kemur í veg fyrir of mikinn þrýsting, sérstaklega á viðkvæmum svæðum.

💡 Hversu oft ættir þú að skipta um rakvélablað?

Það er góð spurning! Atriði eins og notkunartíðni og stærð raksturs svæðisins skipta máli.

Mistök nr 3 - Þú rakar strax á móti hárvextinum

⚡ Já við vitum að það er freistandi að raka á móti hárvextinum, EN ef þú ert með viðkvæma húð er það ekki besta aðferðin!

Að raka á móti hárinu strax í fyrstu umferð getur aukið hættuna á ertingu, kláða eftir rakstur, roða og inngrónum hárum.


Ef þetta hljómar eins og þú þá er gott að taka fyrstu strokuna með hárvextinum → Þetta minnkar núning og undirbýr húðina.
Önnur stroka má svo vera á móti hárvextinum → Aðeins ef húðin þolir það.

Ekki þrýsta of fast á rakvélina → Láttu hana renna varlega án þess að beita of miklum þrýstingi.

Mistök nr 4 - Þú gleymdir að sinna "The aftercare"

✨ Raksturinn er ekki búinn eftir síðusta rakstursstrokuna! Umhirða húðarinnar eftir rakstur er nauðsynleg ef þú vilt vera laus við inngróin hár og ertingu!

Margir sleppa eftir-raksturs-umhirðunni, sem er í lagi fyrir suma en fyrir aðra þá eykur það hættuna á þurrki, kláða og ertingu.

Gott er að skola húðina/svæðið með köldu vatni → Þetta hjálpar til við að loka svitaholum og draga úr ertingu.
Gott er að nota róandi rakakrem eða body lotion → Eftir rakstur skaltu bera á þig krem eins og t.d Slow It Down frá FLER en það kælir og róar húðina auk þess að hægja á endurvexti hársins.


Forðastu sterk efni → eins og krem sem innihalda alkóhól eða sterka ilmi


RÁÐ: Farðu í víð föt → Eftir raksturinn er gott að fara í mjúk eða víð föt sem anda vel til að forðast núning

💡 AUKARÁÐ:
Ef þú ert með mjög viðkvæma húð, berðu þá á þig róandi olíu eins og Hoily Drops frá FLER.

Back to blog