Hvað er hægt að gera við Keratosis Pilaris

Hvað er hægt að gera við Keratosis Pilaris

Keratosis Pilaris 101

Ræðum aðeins húðkvillann Keratosis Pilaris. Þú þekkir kannski ekki nafnið en hann er nokkuð algengur og lýsir sér sem litlar grófar bólur sem koma oftast fram á hand- og/eða fótleggjum. Sumir kalla hann „kjúklingahúð“.

Góðu fréttirnar eru þær að þessi húðsjúkdómur er algjörlega skaðlaus, þó hann sé mörgum til ama. Það eru þó til nokkrar aðferðir til að halda honum í skefjum og hjálpað þér að jafna húðina. Þær aðferðir eru einmitt efni þessarar greinar!

Hvað er Keratosis Pilaris?

Húðin þín framleiðir náttúrulega keratín sem er hluti af varnarlagi húðarinnar. Fyrir suma framleiðir líkaminn aðeins of mikið. Þetta aukna keratín stífnar og myndar stíflu í hársekkjunum og verður til þess að litlir nabbar eða bólur myndast á húðinni. Þetta ástand kallast Keratosis Pilaris.

Hvernig lýsir KP sér:

  • Litlir, grófir nabbar á húðinni
  • Þurr svæði, stundum með roða í
  • Nabbarnir/bólurnar geta verið húðlitar eða rauðar en geta einnig verið brúnar eða dökkleitar á dökkari húð
  • Sjúkdómurinn kemur oftast fram á efri handleggjum, lærum og rasskinnum – sjaldnar á neðri baki, brjósti og andliti
  • Stundum fylgir vægur kláði

KP veldur ekki sársauka, smitast ekki og er ekki hættulegt – heldur bara húðvandamál sem getur verið þrálátt og pirrandi.

Húðsjúkdómurinn er oft ættgengur, svo ef foreldrar þínir hafa verið með KP er líklegt að þú fáir hann líka. Ef húðin er gjarnan þurr, þú hefur sögu um exem eða býrð á stað þar sem lítill raki er í loftinu er sjúkdómurinn sjáanlegri en annars. Fyrir þá sem þjás af KP er kalt og þurrt vetrarveður ekki vinur þinn.

Hvernig á að meðhöndla Keratosis Pilaris

Ok hér eru leiðinlegu fréttirnar, það er engin lækning til við Keratosis Pilaris. Hins vegar getur þú haldið sjúkdómnum betri með því að hugsa rétt um húðina. Sorry, ekkert quick fix heldur húðrútína sem þú þarft að venja þig á.

Skref eitt: Skrúbba húðina
Lykillinn að því að vinna á KP er að fjarlægja keratínstíflurnar án þess að erta húðina. Prófaðu KP Bump Eraser skrúbbinn frá FAB, hann er þéttur í sér og inniheldur ávaxtasýrur sem losa um dauðar húðfrumur og hjálpar þér þannig að slétta húðina. Ekki nota hann á hverjum degi heldur max 2-3svar í viku.

Skref tvö: Raki
Þurr húð gerir bólurnar grófari. Rakakrem fyrir keratosis pilaris með innihaldsefnum eins og urea, mjólkursýru eða salisýlsýru (BHA) hjálpa til við að mýkja bólurnar, losa um dauðar húðfrumur og efsta húðlagið.

Skref þrjú: Ekki klóra eða kreista
Forðastu að kreista. Þó að það sé freistandi, getur það aðeins aukið ertingu og valdið örum.

Gerðu þessa einföldu rútínu 2-3svar í viku eins og þú fáir borgað fyrir það – þannig nærðu árangri!

 

First Aid Beauty uppáhalds fyrir Keratosis Pilaris

Við gætum ekki talað um þennan húðsjúkdóm án þess að segja frá uppáhalds vörunum okkar til að slétta húðina:

  • KP Bump Eraser Body Scrub með 10% AHA: Hraðvirkur og þéttur skrúbbur fyrir líkamann með Glycolic og Lactic sýrum (10% AHA) til að jafna yfirborð húðarinnar + Pumice fyrir skrúbbun. Þetta er vinsælasti líkamsskrúbburinn fyrir KP og hefur unnið verðlaunin Allure Best of Beauty!
  • KP Smoothing + Brightening Body Lotion Fresh Peach: Margnota líkamskrem með 10% AHA sem sameinar bæði krafta ávaxtasýra og raka.
  • Ultra Repair Cream: Eftir skrúbbun þarftu raka. Formúlan í þessu kremi inniheldur hafra sem vernda húðina og styrkja varnarlag hennar. Þetta hraðar endurnýjun húðarinnar. Kremið má nota í bæði andlit og á líkama. 

 

Algengar spurningar

  • Er keratosis pilaris varanlegt?
    Fyrir marga batnar KP með aldrinum. En þótt þetta lagist ekki hjá þér er samt hægt að halda húðinni betri með rútínunni sem við ræddum um hér að ofan.
  • Get ég skrúbbað KP daglega?
    Þótt það sé freistandi, er það ekki besta hugmyndin. Skrúbbun 2–3 sinnum í viku er nóg.
  • Er KP það sama og exem eða unglingabólur?
    Nei. Þótt KP sé algengari hjá þeim sem hafa exem, er það sjálfstætt ástand og tengist ekki unglingabólum.
  • Hvaða innihaldsefni virka best við KP?
    Leitaðu að innihaldsefnum eins og glykoliksýru, mjólkursýru, salisýlsýru, urea, ceramíðum og kolloíd höfrum. Þessi innihaldsefni mýkja bólurnar og róa húðina.

 

Back to blog