fbpx

Paulas Choice | Skin Perfecting 2% BHA Liquid – Trial Size

1890 ISK

Á lager

LÝSING Á VÖRU

Allar húðgerðir

• Ávaxtasýruvökvi með 2% salicylic sýru (BHA)

• Áhrifaríkur á bólur, fílapensla, stórar svitaholur, mjög viðkvæma húð, roða, rósroða, exem, öldrunarmerki og hrukkur

• Sérlega gott við þrálátum óhreinindum í húð

• Róar húð og eykur kollagenframleiðslu

30 ml

Lúxusprufa og þægileg ferðastærð af þessari vinsælu vöru.  Þessi ávaxtasýruvökvi dregur fram það besta í húð þinni, gefur henni fallegan ljóma og heilbrigðara yfirbragð.  Ávaxtasýrurnar leysa upp dauðar húðfrumur af yfirborði húðar, svo að þurrkablettir hverfa, húðin mýkist og fær jafnari litarhátt. Salicylic sýra, sem einnig kallast beta hydroxy sýra (BHA) er fituleysanleg og hreinsar því einnig ofan í svitaholur og dregur þannig úr þrálátum stíflum í húð, bólum og fílapenslum.  Vökvinn hefur þá eiginleika fram yfir BHA kremið og gelið að hann smýgur dýpra og hraðar ofan í svitaholurnar og hentar því sérstaklega vel þeim sem hafa þrálát óhreinindi í húð.  Að auki hefur sýran bakteríudrepandi eiginleika og hjálpar því enn frekar við að vinna á bólum.  Vökvinn inniheldur einnig sefandi efni sem róa húð og draga úr roða, ertingu og bólgum. Getur því einnig gagnast við rósroða (rosacea).  Sýran örvar einnig kollagen framleiðslu húðarinnar, og því verður húðin stinnari og hrukkur minna áberandi.  BHA sýra í vökvaformi hentar öllum húðgerðum, en sérstaklega þeim sem hafa blandaða til feita húð og þeim sem hafa þrálát óhreinindi í húð.  Án ilm- og litarefna, án húðertandi efna.

Notist eftir að húðin hefur verið hreinsuð með hreinsikremi og andlitsvatni. Vætið bómul með ávaxtasýruvökvanum og berið á andlit, með áherslu á húðsvæði með bólum og fílapenslum. Má nota kvölds og morgna ef húðin þolir, sumum nægir að nota 2-3x í viku.  Ef húðin verður þurr og flagnandi við daglega notkun þá skal nota efnið sjaldnar, t.d. annan til þriðja hvern dag.  Vökvann má einnig nota til að mýkja harða húð á fótum, olnbogum og hnjám, en varist að efnið komist í snertingu við augu, augnlok og slímhúðir.  Ávaxtasýrur auka næmni húðar fyrir sól og því er ráðlagt að degi til að nota rakakrem eða farða með sólarvörn með SPF 25 eða meira.

ATH: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir aspiríni (acetylsalicylsýru) ættu ekki að nota vörur sem innihalda salicylic sýru (BHA).

Water, Methylpropanediol, Butylene Glycol (slip agents/penetration enhancers), Salicylic Acid (beta hydroxy acid/exfoliant), Camellia Oleifera (Green Tea) Leaf Extract (anti-irritant/antioxidant), Polysorbate-20 (solubolizing agent), Sodium Hydroxide (pH balancer), Tetrasodium EDTA (chelating agent).

Flokkar: Paula's Choice, , , ,